EMDR og börn/unglingar

EMDR meðferð getur hentað börnum og unglingum mjög vel og er viðurkennd meðferð við afleiðingum áfalla. World Health Organisation (2013), International Society for Traumatic Stress Studies (ISTSS, 2018) mæla með EMDR meðferð fyrir börn og unglinga sem lent hafa í áföllum.

Það er algengt að börn og unglingar upplifi vanlíðan í kjölfar áfalls. Í flestum tilfellum líður þeim betur eftir nokkrar vikur en einhver þeirra munu þróa með sér áfallastreituröskun (PTSD) auka annarra einkenna eins og kvíða eða vonleysi.

Áfallastreituröskun þróast þegar heilinn nær ekki að vinna á eðlilegan máta úr atvikinu, sem er oft þegar atvikið er sérstaklega yfirþyrmandi og veldur mikilli vanlíðan. Merki um að barnið þitt eða unglingurinn þinn séu með áfallastreitueinkenni eftir áfall geta verið ágengar hugsanir eða myndir af því sem gerðist, endurupplifanir (líðan eins og atvikið sé að gerast aftur), forðast það sem minnir á atvikið, breyting á hegðun og breyting á líðan.

Hér er vídeó sem útskýrir EMDR meðferð fyrir börn, unglinga og foreldra.

Annað vídeó fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. Vídeóið er á hollensku og með enskum texta.

Annað vídeó fyrir unglinga 12 til 18 ára. Vídeóið er á hollensku og með enskum texta.

Vídeó fyrir foreldra.

EMDR meðferðin er aðlöguð að þroska barnsins eða unglingsins. Sem dæmi má nota myndir í stað orða, eða meðferðaraðilinn mun skrifa upp sögu eða frásögn af atvikinu fyrir börn sem eiga í erfiðleikum með að tala um það sem gerðist. Hægt er að nota EMDR meðferð fyrir allan aldur, líka fyrir mjög ung börn.

Hér eru bæklingar til að lesa fyrir börn á leikskólaaldri um EMDR.

Útgáfa þar sem meðferðaraðili er karlkyns

Útgáfa þar sem meðferðaraðili er kvenkyns.

Bæklingur á ensku með almennum upplýsingum um hvernig EMDR virkar fyrir börn og unglinga.

Vefsíða með miklum fróðleik og bjargráðum í tengslum við EMDR og börn. Efni á ýmsum tungumálum.

Eftirtaldir félagsmenn EMDR Íslandi hafa setið námskeið í notkun EMDR meðferðar fyrir börn og unglinga:

Elín Jónasdóttir sálfræðingur
Ellen Sif Sævardóttir sálfræðingur
Guðrún Soffía Gísladóttir sálfræðingur
Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir félagsráðgjafi
Heiðrún Harpa Helgadóttir sálfræðingur
Hrund Þrándardóttir sálfræðingur
Íris Stefánsdóttir sálfræðingur
Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur
Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur
Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur
Margrét Valdimarsdóttir barnageðlæknir
Monika Skarphéðinsdóttir sálfræðingur
Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur
Sigríður Karen Bárudóttir sálfræðingur
Soffía Rafnsdóttir músíkmeðferðarfræðingur
Soffia Rafnsdottir músíkmeðferðarfræðingur
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur
Valgerður M. Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur