EMDR þjálfun

Fagaðilar sem hafa áhuga á að læra EMDR meðferð geta nýtt sér upplýsingar hér að neðan.  Það er Level 1 námskeið á dagskrá í lok apríl 2020.  Áhugasamir geta haft samband við Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðing í gegnum netfangið gyda@emdrstofan.is Nánari upplýsingar um námskeiðið eru inni á http://www.emdrstofan.is undir námskeið.

Athugið að lágmarkskröfur eru gerðar til þeirra sem mega sækja námskeið í EMDR meðferð. Þeir verða að vera viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður á geðsviði. Háskólanemar í framhaldsháskólanámi geta einnig sótt um að læra EMDR meðferð.

Um þjálfunina:  Þjálfun fer fram hjá viðurkenndum EMDR leiðbeinendum. Þjálfunin er margþætt og er að einhverju leyti ólík að formi en eins að innihaldi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Segja má að lágmarks tími til að fá fulla viðurkenningu sem EMDR meðferðaraðili sé tvö ár. Evrópusamtökin bjóða þjálfun í þremur hlutum og er þess krafist að meðferðin sé notuð og æfð milli námskeiða. Í Bandaríkjunum er farið yfir efnið í tveimur hlutum og sömu kröfur eru um að meðferðin sé notuð og æfð milli námskeiða auk þess sem 5 tíma handleiðslukrafa er eftir hvort námskeið.

Á eftirtöldum vefslóðum má sjá hvar er til dæmis hægt að sækja sér þjálfun:

http://www.emdr.com smella á Training Information

http://www.emdrassociation.org.uk/ smella á Training & Accreditation

Einnig er hægt að leita að námskeiðum á Norðurlöndunum og fleiri löndum.

Eftir að grunnþjálfun er lokið (Level 1, 5 tímar í handleiðslu, Level 2, 5 tímar í handleiðslu) er hægt að læra meira og sækja Advanced námskeið.  Þau eru haldin víðsvegar um heiminn og kenna ýmislegt til að dýpka sig í EMDR meðferð, svo sem um hvernig skal nota EMDR í tengslum við flókin áföll (Complex Trauma), vinnu með hugrof (Dissociation), o.fl.  Til að geta sótt slík námskeið þarf að sýna fram á að grunnþjálfun sé lokið.

Handleiðslukrafa: Eftir Level 1 námskeið er gerð krafa um 5 tíma handleiðslu hjá viðurkenndum EMDR kennara eða aðstoðarkennara og einnig er þarf 5 tíma handleiðslu eftir Level 2 námskeið.  Hægt er að sækja slíka handleiðslu á Íslandi hjá Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi.

Þeir sem vilja tileinka sér EMDR fræðin og fá viðurkenningu sem EMDR meðferðaraðili (EMDRIA Certified Therapist in EMDR og/eða EMDR Europe Accreditated Therapist) þurfa auk námskeiða að ljúka handleiðslu hjá viðurkenndum EMDR handleiðara. Brynhildur Scheving Thorsteinsson og Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingar eru viðurkenndir EMDR handleiðarar á Íslandi. Elín Jónasdóttir sálfræðingur og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur eru að vinna að handleiðararéttindum. Eins er hægt að sækja handleiðslu erlendis frá gegnum síma eða Skype.

Hér má lesa um kröfur EMDRIA varðandi EMDR Certification: http://www.emdria.org/displaycommon.cfm?an=1&subarticlenbr=21

Hér má lesa kröfur EMDR Europe varðandi EMDR Certification: http://www.emdr-europe.org/info.asp?CategoryID=83

Handleiðsluhópar eru haldnir öðru hvoru, auk þess sem hægt er að sækja einstaklingshandleiðslu hjá ofangreindum aðilum.

EMDR ráðstefnur eru haldnar árlega hér og þar í heiminum.  EMDRIA ráðstefnan er haldin í Bandaríkjunum í ágúst á hverju ári, EMDR Canada í Kanada, EMDR Europe ráðstefnan er haldin í mismunandi Evrópulöndum í júní árlega.  Fleiri ráðstefnur eru til.