Rannsóknir á EMDR

Fjöldi greina og rita fjalla um rannsóknir á árangri EMDR og benda ýmsar klínískar meðferðarleiðbeiningar á gagnsemi meðferðarinnar.  Þannig mæla ýmiskonar samtök og stofnanir með notkun EMDR í tengslum við meðferð á áfallastreitu – eins og til dæmis National Institute of Clinical Excellence (NICE guidelines), World Health Organization, Ameríska geðlæknafélagið og fleiri.

Nokkrar af nýjustu rannsóknunum sem fjalla um fólk með áfallaröskun vegna atburða á borð við nauðgun, bardaga (styrjaldir), ástvinamissi, slys og náttúruhamfarir, sýna að eftir EMDR meðferð greindust 84-90% þátttakenda ekki lengur með einkenni áfallastreituröskunar.

Þótt EMDR meðferð hafi upphaflega verið rannsökuð sem meðferð við áfallastreituröskun þá sýna rannsóknir að hana má nýta við ýmiskonar vanda.

Hægt er að lesa sér til um fjölda rannsókna á áhrifum EMDR meðferðar með því að fara á eftirtalda vefslóð:

http://www.emdr.com/?s=research

Einnig má fara inn á Francine Shapiro Library þar sem eru upplýsingar um flest allt sem hefur birst um EMDR, þar með talið rannsóknir, greinar, bækur, erindi og fleira. https://emdria.omeka.net/