Umsagnir

Ef þú hefur áhuga á að senda inn umsögn um reynslu þína af EMDR hafðu þá samband við Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðing með því að senda póst á gyda@emdrstofan.is eða Brynhildi Scheving Thorsteinsson sálfræðing með því að senda póst á tilvist@tilvist.is

“Ég sé þetta núna á allt annan hátt en áður og ég ásaka mig ekki lengur fyrir það sem gerðist”.  Kona – á fimmtugsaldri.

“Ég sá ömmu mína detta í tröppum þegar ég var lítil og ég ásakaði sjálfa mig fyrir að hafa ekki getað bjargað henni.  Alltaf þegar ég lokaði augunum sá ég þetta gerast aftur og aftur, og leið hræðilega.  Ég fékk EMDR meðferð á þennan atburð stuttu síðar og áttaði mig á því í úrvinnslunni að þetta var ekki mér að kenna, ég hefði ekki getað gripið hana. Ég hætti að sjá þetta fyrir mér eftir það og var róleg varðandi þennan atburð”.  Ung kona – 10 árum eftir úrvinnslu.

“Ég var inni í öðru herbergi þegar ég heyrði þungan dynk.  Ég hentist fram og sá manninn minn á gólfinu, slasaðan og meðvitundarlausan.  Ég hélt að hann væri dáinn og var ofsalega hrædd.  Hann fór með sjúkrabíl og reyndist vera allt í lagi með hann á endanum, þurfti bara að sauma nokkur spor.  Í heilt ár á eftir hrökk ég svakalega við þegar ég heyrði óvænta dynki eða kallaði á manninn minn og hann svaraði ekki.  Þá var mín fyrsta hugsun að hann væri dáinn.  Eftir einn EMDR meðferðartíma hurfu þessi óþægindi og hafa ekki komið aftur þótt það séu liðin 12 ár”.

“Ég er með ýmiskonar gigtarverki og var boðið að prófa þessa aðferð á verkina.  Það kom mér mjög á óvart þegar ég náði að verða verkjalaus.  Verkirnir komu aftur eftir nokkra daga en voru vægari”.