Hvað er EMDR meðferð?

Velkomin á heimasíðu EMDR á Íslandi.  Þessari vefsíðu er ætlað að veita upplýsingar um EMDR meðferð, rannsóknir og meðferðarðaila á Íslandi. EMDR er skammstöfun á Eye Movement Desensitization and Reprocessing.

Hvað er EMDR meðferð? EMDR er heildstæð sálfræðileg meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla og er viðurkennd meðferð til dæmis af World Health Organization (2013) og International Society for Traumatic Stress Studies (ISTSS, 2018). Sumir þættir EMDR meðferðar eru einstakir fyrir þá nálgun en meðferðin nýtir einnig ýmsa þætti úr öðrum eldri, árangursríkum meðferðarformum, s.s. hugrænni atferlismeðferð og dýnamískum meðferðarformum. EMDR meðferð snýst um úrvinnslu upplýsinga, svo sem erfiðra minninga, hugsana og tilfinninga. EMDR er einstök meðferð sem nýtir einnig ýmsa þætti úr öðrum eldri, árangursríkum meðferðarformum, t.d. hugrænni atferlismeðferð og dýnamískum meðferðarformum.

Hér er stutt vídeó um hvernig EMDR meðferð virkar. Fleiri vídeó má sjá undir EMDR og börn / unglingar hér fyrir ofan.

Er alltaf þörf á aðstoð við úrvinnslu áfalls?  Venjulega vinnur einstaklingurinn sjálfkrafa úr erfiðri reynslu. Í sumum tilvikum þegar reynslan er yfirþyrmandi eða áföll endurtaka sig, getur farið svo að ekki næst að vinna úr áfallinu. Slík óuppgerð áföll og minningar um þau geta varðveist í nær upprunalegu formi í heilanum. Minningarnar eiga það síðan til að hafa neikvæð áhrif á hegðun og líðan einkum ef viðkomandi upplifir eitthvað sem minnir á upphaflegu reynsluna.

Form EMDR meðferð samanstendur af átta hlutum og unnið er með fortíð, nútíð og framtíð. Unnið er með minningar úr fortíð sem skýra afhverju einstaklingurinn finnur fyrir óþægilegum tilfinningum, viðhorfum og líkamlegum einkennum í daglegu lífi í nútíðinni. EMDR gerir það að verkum að minningarnar skrást á nýjan hátt og valda einstaklingnum ekki lengur vanlíðan, viðhorf breytast og líkamlegar upplifanir tengdar minningunum hverfa. Á svipaðan hátt er unnið með málefni er tengjast nútíð og bjargráð til framtíðar eru virkjuð.

Hvernig fer EMDR fram? EMDR er venjulega einstaklingsmeðferð. Meðferðaraðilinn situr nálægt skjólstæðingi sínum og fylgir meðferðarhandriti (protocol) í samræmi við vandann hverju sinni. Þegar ákveðið hefur verið með hvaða minningu skuli unnið er minningin metin kerfisbundið áður en úrvinnsla hefst. Í úrvinnslunni eru notaðar augnhreyfingar eða annað tvíhliða áreiti sem er sérstakt fyrir EMDR. Stafirnir EM í EMDR standa fyrir Eye Movements eða augnhreyfingar.

Í úrvinnslunni skoðar skjólstæðingur minninguna frá ýmsum hliðum og hugsanir og tilfinningar henni tengdar. Inn á milli hreyfir skjólstæðingur augun til að fylgjast með taktföstum handahreyfingum meðferðaraðila innan sjónsviðs skjólstæðings. Úrvinnslan getur verið þungbær í upphafi en óþægindin minnka þegar á líður og upplifun minningarinnar fer að breytast um leið og hún fær nýja merkingu og tengist nýjum hugsunum og tilfinningum. Þegar um einn tiltölulega einfaldan atburð er að ræða nægir oft einn úrvinnslutími. Þegar minningin eða áföllin eru flókin, mörg eða ná yfir langan tíma, þarf fleiri meðferðartíma.

Uppruni EMDR EMDR er meðferðarform sem var þróað upp úr 1987 af Dr. Francine Shapiro sem er klínískur sálfræðingur og sérfræðingur við rannsóknarstofnun í geðrænum vandamálum í Palo Alto í Bandaríkjunum.

Fyrir hverja er EMDR? EMDR er fyrir fólk sem orðið hefur fyrir erfiðri reynslu, upplifað stór eða smá áföll sem trufla líf þess mánuðum og jafnvel árum saman eftir að atvikin áttu sér stað. EMDR hefur hjálpað meira en milljón manns sem þjáðst höfðu af sálrænum vanda sem rekja mátti til einhvers konar áfalls, svo sem ofbeldis, vanrækslu, náttúruhamfara eða slysa. EMDR hefur einnig reynst vel við meðferð annarra vandamála, eins og verkkvíða, lélegrar sjálfsmyndar, einelti, fælni og annars konar vanda sem tengst getur áföllum.

Stundum getur tiltölulega ómerkilegur atburður í æsku eins og að vera strítt af jafnöldrum eða jafnvel foreldri, setið illa í fólki fram á fullorðinsár. Segja má að þá hafi einstaklingurinn ekki náð að vinna úr atburðinum og getur hann því valdið vanlíðan og jafnvel leitt til ógagnlegra viðbragða við ýmsar aðstæður.

Hvernig virkar EMDR? Ekki er nákvæmlega vitað hvaða kraftar eru að verki í EMDR. Ástæðan er m.a. takmörkuð þekking á úrvinnslu heilans á yfirþyrmandi atburðum og þeim upplýsingum og tilfinningum í kjölfar þeirra. Taugasálfræðingar hafa samt sem áður haldið því fram að í EMDR-meðferð nái skjólstæðingur á skjótan og árangursríkan hátt að tengjast áfallaminningu og geti farsællega endurskoðað og unnið bæði hugrænt og tilfinningalega úr upplýsingum frá því er atburðurinn átti sér stað. Augnhreyfingar eða annað tvíhliða áreiti er talið örva úrvinnslu upplýsinga í heilanum.

Áhugaverðar tilvitnanir um EMDR

“EMDR provides a way for people to free themselves from destructive memories, and it seems to work, even in cases where years of conventional therapy have failed.” ABC News “20/20”

“The speed at which change occurs during EMDR contradicts the traditional notion of time as essential for psychological healing.” Bessel A. van der Kolk, M.D., Professor of Psychiatry, Boston University School of Medicine

“EMDR quickly opens new windows on reality, allowing people to see solutions within themselves that they never knew were there. And it’s a therapy where the client is very much in charge, which can be particularly meaningful when people are recovering from having their power taken away by abuse and violation.” Laura S. Brown, Ph.D.
Past Recipient of the American Psychological Association Award for Distinguished Professional Contributions to Public Service

Bækur um EMDR
http://www.emdr.com/books.htm